Fyrsti leikur stelpnanna í 4. flokki

Stelpurnar í 4. flokk kvenna léku sinn fyrsta leik á tímabilinu á laugardaginn var. Leikurinn byrjaði ágætlega. Vörn KA stúlkna var sterk og áttu Víkingsstúlkur í miklum vandræðum með að finna glufu á vörninni. Sóknarlega virkuðu heimastúlkur frekar óstyrkar og áttu í miklum erfiðleikum með einföldustu aðgerðir.

Jafnt var á tölum framan af en í stöðunni 5-7 fyrir Víking gerist eitthvað og KA-Þór stelpur hreinlega gefast upp í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 5-12 og eitthvað mikið þurfti að gerast til að ekki færi illa. Því miður varð sú ekki raunin og lokatölur 7-23 fyrir Víking.

Vissulega höfðu Víkingsstelpur spilað mun fleiri leiki heldur en KA/ Þór stelpur fram að þessum leik. Þetta var fyrsti leikur norðanstúlkna á meðan Víkingsstelpur höfðu spilað yfir tug leikja síðustu tvo mánuði. Það var þó ekki það sem réði úrslitum í þessum leik.

Á laugardaginn fengu þessar stelpur mjög dýrmæta en sára reynslu. 

Stelpurnar mættu engan veginn tilbúnar í leikinn, einbeitingin var út á túni og trúin á eigin getu hvarf þegar fimmtán mínútur voru búnar af leiknum.

Handboltaleg geta stelpnanna er engan veginn í samræmi við úrslit þessa leiks. Í liðinu eru margar gríðarlega hæfileikaríkar stelpur sem hafa alla burði til að ná langt. Í stað þess að hengja haus yfir þessum leik þurfa þær að nota leikinn sem sára minningu um hvað getur gerst ef þú ert ekki tilbúin í leikinn þegar hann byrjar.

Stelpurnar fá þó fljótt tækifæri til að sýna sitt rétta andlit því strax um næstu helgi er leikur gegn Fylkisstúlkum hér heima og eru stelpurnar staðráðnar í því að taka vel á móti þeim.