Fyrstu stig KA/Þór komin í hús eftir sigur á Víking

Martha var öflug gegn Víkingum
Martha var öflug gegn Víkingum

Stelpurnar í KA/Þór fylgdu eftir góðum sigri á Víkingum í Eimskipsbikarnum þegar liðin mættust í N1-deildinni í gær. Leikurinn fór fram í Víkinni og var ljóst í fyrri hálfleik að KA/Þór stelpurnar voru komnar til að sækja bæði stigin. Eftir fyrri hálfleik munaði sjö mörkum á liðinum, staðan 17-10 okkar stelpum í vil.

Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum og hélst munurinn áfram þannig að þegar upp var staðið var sjö marka sigur í höfn 29:22.

Mörk KA/Þór: Emma Havin Sardarsdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu 6 mörk hvor, Arna Valgerður Erlingsdóttir, Inga Sigurðardóttir og Elsa Birgisdóttir 4 mörk hver, Arndís Heimisdóttir tvö mörk og Ásdís Sigurðardóttir, Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir 1 mark hver.

Í markinu varði Lovísa Eyvindsdóttir 13 skot.

Hjá Víkingi var Guðný Halldórsdóttir markahæst með 6 mörk en Diana Nordbek skoraði 5.

Næsti leikur KA/Þór er útileikur gegn HK þann 21. nóvember og verður leikið í Digranesi.