Næstu helgi stendur mikið til hjá 6. flokki drengja. Stefnt er að því að gista aðfararnótt laugardagsins 31. október í KA
heimilinu. Drengirnir eiga að mæta kl. 21 á föstudagskvöldið í KA heimilið og æft verður fram eftir kvöldi.
Síðan verða snæddar pizzur síðla kvölds og því næst kvöldvaka og skemmtiatriði. Morgunverður kl. 08 á laugardagsmorgun og
æfing fljótlega upp úr því. Dagskrá lýkur kl. 10.00. Hver drengur þarf að greiða kr. 1.200.