Góð ferð hjá 5. flokki til Vestmannaeyja

Fimmti flokkur drengja hjá KA gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr bítum á fyrsta fjölliðamóti flokksins í vetur. A-lið KA sigraði í fyrstu deild eftir hörkubaráttu við þrjú önnur félög. B-lið félagsins stóð sig einnig mjög vel en tapaði naumlega úrslitaleik í 3. deild. Það er því ekki amaleg byrjun á vetrinum að vinna 1. umferð Íslandsmóts og eiga drengirnir töluverða möguleika að verða Íslandsmeistarar þegar upp verður staðið í lok vetrar og ekki er ólíklegt að B-liðið vinni sig upp um deild.



Fimmti flokkur stúlkna spilaði einnig í Vestmannaeyjum í 1. deild og héldu sæti sínu í deildinni. Í liðinu eru fjölmargar bráðefnilegar stúlkur sem lofa góðu með framtíð meistaraflokks í huga.