Grótta og Akureyri Handboltafélag í beinni á SportTV.is
05.11.2009
Í dag, fimmtudag, heldur Akureyrarliðið suður á Seltjarnarnes og leikur þar við spútniklið Gróttu sem hefur svo sannarlega
sýnt það sem af er að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir félagar á SportTV.is hafa nú tilkynnt
að leikurinn verði í beinni útsendingu hjá þeim og er ástæða til að fagna þeim tíðindum.
Leikurinn hefst klukkan 18:30 á fimmtudaginn.
Hægt verður að horfa á leikinn í KA - Heimilinu!