Grunnskólamót í handbolta - Líf og fjör í K.A. heimilinu

Miðvikudaginn 23. september fór fram í KA heimilinu grunnskólamót í handbolta fyrir 5-6 bekk.  Um 200 krakkar mættu til leiks bæði strákar og stelpur, vanir og óvanir, frá flestum skólunum í bænum.  Að sögn skipuleggjenda, Jóa Bjarna og Sævars Árna, fór þátttakan fram úr björtustu vonum og varð úr hin besta skemmtun fyrir krakkana.


Markmiðið var að fá sem flesta til að prófa og kynnast þessari skemmtilegu íþrótt sem handboltinn er.  Krakkar úr handboltavali í 9. og 10. bekk sáu um dómgæslu og  „þjálfun“  liðanna og stóðu sig með mikilli prýði.  Næstkomandi miðvikudag verður  samskonar mót fyrir 3. og  4. bekk og þá er von á gesti frá HSÍ, en meira um það síðar. 

Meðfylgjandi mynd frá mótinu tók Elmar Sigurðsson.