Hamrarnir taka á móti KR á laugardaginn

Stórleikur í 1. deild karla í handbolta fer fram í KA-heimilinu á laugardaginn klukkan 18.00 þegar að Hamrarnir taka á móti stórveldinu úr Vesturbænum, KR.

Það verður allt lagt í sölurnar í þessum síðasta leik Hamranna á þessu ári. Það verður frítt inn á leikinn í boði HLEÐSLU og fá allir gestir grillaða pylsu frá Goða, sem þeir geta skolað niður með Hleðslu fyrir leik. Hamrarnir ætla sko ekki að láta frost-spá laugardagsins á sig frá.

Eftir æsispennandi fyrri hálfleik af skemmtilegum handbolta, verður öllum gestum boðið upp á rjúkandi JÓLA-kaffibolla og ætlar HLEÐSLA að bjóða ungum sem öldnum að spreyta sig í því að hitta í slánna frá punktalínu handboltavallarins. Takist fólki það, vinnur það sér inn mánaðarbirgðir af HLEÐSLU-Íþróttadrykk.

Ekki nóg með það að Hamrarnir hafa það að markmiði að vinna leikinn, þá vilja þeir einnig fylla KA-heimilið, líkt og í þá gömlu góðu daga. Það er því tilvalið í jóla-amstrinu að skella sér á skemmtilegan handboltaleik með allri fjölskyldunni í KA-heimilinu.

Eins og áður segir, hefst leikurinn klukkan 18.00 og er frítt á völlinn.