Handboltaæfingar vetrarins byrja á mánudaginn!

Handboltaveturinn er að fara af stað og tekur vetrartaflan í starfi KA og KA/Þórs gildi á mánudaginn (25. ágúst) og erum við afar spennt að fara á fullt aftur.

Eins og venjulega bjóðum við öllum sem hafa áhuga að koma og prófa æfingar frítt í upphafi vetrar. Svavar Ingi Sigmundsson er yfirþjálfari yngriflokka hjá handboltanum rétt eins og í fyrra og er hægt að hafa samband við hann ef einhverjar spurningar eru varðandi veturinn.

Annars má finna helstu upplýsingar um veturinn og æfingarnar hér:

Yngriflokkasíða handknattleiksdeildar