Æfingar hjá 4. flokki karla í handbolta hófust í seinustu viku og hafa farið mjög vel af stað. Fjórar æfingar eru búnar en 27 strákar hafa verið að mæta á æfingarnar og tekið mjög vel á því. Það er mikið gleðiefni en flokkurinn er mjög fjölmennur og eiga þónokkrir enn eftir að bætast við þessa iðkendatölu.
4. flokkur er að undirbúa sig fyrir Íslandsmót en fjórar vikur eru í að flokkurinn spili í forkeppni fyrir tímabilið (12. – 14. september). Á Íslandsmótinu verður KA með 3 lið í 4. flokki karla.
Æfingar í næstu viku hjá 4. flokki eru mánudag, þriðjudag, miðvikudag og föstudag – allar klukkan 17:00 í KA-Heimilinu. Stækka á hópinn enn meira en frekari upplýsingar gefur Stefán Árnason í síma 868-7504.