Handboltaleikjaskóli á sunnudögum í vetur

Handbolti
Handboltaleikjaskóli á sunnudögum í vetur
Fjörið hefst næsta sunnudag!

Handknattleikdeild KA ætlar að bjóða krökkum fædd árin 2015-2017 upp á bráðskemmtilegan handbolta- og leikjaskóla á sunnudögum klukkan 10:00-10:45 í íþróttahúsi Naustaskóla í vetur.

Aðalþjálfarar eru þeir Heimir Örn Árnason, Andri Snær Stefánsson og Stefán Guðnason en allir eru þeir þaulreyndir þjálfarar sem hafa verið í þjálfun í 15-20 ár. Einnig munu eldri iðkendur í KA og KA/Þór aðstoða við æfingar. Æfingarnar eru byggðar upp þannig að hver og einn fái sín verkefni bæði í leikjum og með bolta. Munum við bjóða upp á allskyns uppbrot meðal annars með pizzuæfingu, jólaæfingu, foreldraæfingu og margt fleira.

Allir mega koma og prófa sunnudagana 20. og 27. september næstkomandi. Eftir það verður hægt að kaupa klippikort 10 skipti á aðeins 12.000 krónur. Hlökkum til að sjá ykkur og höfum gleðina með okkur, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is