Handboltaveisla í KA-Heimilinu í dag

Handbolti
Handboltaveisla í KA-Heimilinu í dag
Við þurfum á þér að halda í stúkunni í dag!

Það er heldur betur veisla í KA-Heimilinu í dag en bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs leika heimaleik í dag. Stelpurnar ríða á vaðið gegn toppliði Fram klukkan 14:30 og strákarnir taka svo við klukkan 17:00 þegar Íslandsmeistarar Selfoss mæta í heimsókn.

Stelpurnar hafa unnið síðustu tvo leiki sína og mæta því tvíefldar í leik dagsins gegn toppliði Fram. Strákarnir eru hinsvegar staðráðnir í að koma sér aftur á sigurbrautina og munu gefa allt í sölurnar gegn Íslandsmeisturunum.

Það skiptir gríðarlega miklu máli að við fjölmennum á leiki dagsins og styðjum okkar lið enda er farið að styttast í lok deildarkeppninnar.

Athugið að leikir dagsins eru báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verða því ekki á KA-TV, áfram KA og KA/Þór!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is