Handbolti: Keppnisferð 6. flokks stráka um helgina

Glænýjar upplýsingar um ferðina föstudaginn 17. október - nýtt leikjaplan o.fl.!

Mæting
í ferðina er klukkan 15:30, hálftíma fyrir brottför sem er klukkan 16:00 frá KA Heimilinu.
Leikið verður í Mýrinni, Garðabæ og verður farið með fjögur lið, A-lið, B-lið og tvö C-lið.

Gist verður í skóla nálægt Mýrinni, munið að taka með svefnpoka og dýnu.
Kostnaður við ferðina er 9.500. krónur og þarf að greiða þá upphæð fyrir brottför.  Innifalið í verðinu er rúta, gisting, morgunverður og matur bæði laugardag og sunnudag. Þá fá strákarnir nammipeninga á laugardag og sunnudag.
Athugið að þeir strákar sem ekki fara með rútunni greiða 5.000 krónur.
Mikilvægt er að strákarnir séu vel nestaðir því þeir þurfa að lifa á nestinu á föstudaginn!

Athugið að ef svo ólíklega skyldi fara að ekkert KA liðanna kemst áfram í milliriðil er ætlunin að leggja af stað norður eftir leik Akureyrar og Víkings sem hefst klukkan 16:00 á laugardaginn.

Niðurröðun leikjanna hefur verið breytt lítillega að okkar ósk og er hægt að nálgast hér nýtt leikjaplan helgarinnar á Excelformi.

Kveðja Jóhannes Bjarnason