Handbolti: Leikur hjá 3. flokki karla gegn Þór

Næstkomandi föstudagskvöld fer fram fyrsti leikur í Íslandsmóti hjá 3.flokki karla og er sá leikur ekki af verri endanum þar sem KA strákar mæta nágrönnum sínum í Þór. Viljum við hvetja alla til að koma og styðja við bakið á strákunum.
Leikurinn hefst kl. 19:30 á föstudagskvöldið og fer fram í KA-Heimilinu.