Helga og Rakel í U17 og Anna í U19

Handbolti

KA/Þór á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-17 og U-19 ára landsliða Íslands í handbolta. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru í U-17 hópnum og þá er hún Anna Þyrí Halldórsdóttir í U-19. Þrátt fyrir ungan aldur voru þær allar í hlutverki í meistaraflokki í vetur en þær Rakel Sara og Anna Þyrí voru í hóp í öllum leikjum KA/Þórs í vetur.

Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfa U-17 ára landsliðið sem mun æfa dagana 21.–25. maí en hópurinn mun fara í líkamleg próf þann 18. maí. Stefán Arnarson og Sigurgeir Jónsson þjálfa hinsvegar U-19 ára landsliðið sem mun æfa dagana 20.–25. maí auk þess að fara í líkamleg próf þann 18. maí.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is