Hildur Lilja og Telma Ósk valdar í U-16

Handbolti
Hildur Lilja og Telma Ósk valdar í U-16
Hildur og Telma standa fyrir sínu!

Hildur Lilja Jónsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir hafa verið valdar í U-16 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar höfðu áður verið valdar á úrtaksæfingar og eru nú komnar í aðalhópinn eftir niðurskurð á úrtakshópnum.

Landsliðsþjálfarar eru þeir Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson en hópurinn mun æfa á höfuðborgarsvæðinu um komandi helgi og loks á Laugarvatni 19.-21. júní.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is