HK - KA/Þór loksins kominn á dagskrá

Handbolti

UPPFÆRT! Eftir ítrekaðar frestanir á leik HK og KA/Þórs, er komið á hreint að hann fer fram klukkan 18:00 í dag (föstudag) og verður í Kórnum.  KA/Þór liðið er komið suður og allt ætti að verða klárt þannig að leikurinn fari loksins fram.

Leik KA/Þórs og HK sem átti að fara fram klukkan 18:00 í Kórnum í dag hefur verið frestað vegna ófærðar. Lið KA/Þórs var komið í Staðarskála og hafði beðið þar í um 40 mínútur en þurfti frá að hverfa enda Holtavörðuheiðin lokuð.

Leikurinn hefur því verið settur á morgun, fimmtudaginn 11. mars, klukkan 18:00 og vonandi að veðrið hleypi stelpunum alla leið suður.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is