Hulda, Sólveig og Ásdís léku með B-landsliðinu

Handbolti
Hulda, Sólveig og Ásdís léku með B-landsliðinu
Sólveig Lára var öflug (mynd: Þórir Tryggva)

Olís deild kvenna í handboltanum er í jólafríi þessa dagana og hefst ekki aftur fyrr en 8. janúar. Það er þó nóg að gera hjá nokkrum leikmönnum liðsins en þær Hulda Bryndís Tryggvadóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir voru allar valdar í B-landslið Íslands sem mætti Færeyjum í tveimur leikjum.

Það er mikill uppgangur í Færeyska kvennahandboltanum en þjálfari liðsins er Ágúst Jóhannsson sem einnig þjálfar kvennalið Vals. Í fyrri leik liðanna reyndust þær Færeysku sterkari en þær leiddu 9-12 í hálfleik og sigldu á endanum 17-25 sigri.

Meira jafnræði var með liðunum í seinni leiknum og var leikurinn æsispennandi. Á endanum knúði íslenska liðið fram jafntefli 21-21 með marki úr vítakasti er leiktíminn var liðinn. Sólveig Lára var markahæst í leiknum með 5 mörk.

Það er ljóst að þetta var frábært tækifæri fyrir þá leikmenn sem eru að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu og mjög gott framtak hjá HSÍ að setja púður í B-landsliðið. Það er ansi góður stimpill á starfið hjá KA/Þór að eiga þrjá fulltrúa í hópnum og ljóst að með áframhaldandi dugnaði geta okkar stelpur brotið sér leið í landsliðshópinn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is