Húsavíkurferð 7. flokks handbolta

Nú er að koma að Húsavíkurferð 7. flokks en Völsungur hefur boðið okkur og Þórsurum að koma og spila við þá æfingaleiki. Ekki eru allar upplýsingar komnar í hús en áætlunin er að fara með rútu um kl. 8:30, spila handbolta frá kl. 10:00 – 12:00, fara á pizzuhlaðborð, í sund og ís og svo heim. Ekkert þarf að borga fyrir rútuna þar sem unglingaráð KA sér um hana (Samherjastyrkur) en kostnaður við pizzu, sund og ís er 1.000 kr.


Þeir sem ætla að fara eru beðnir um að senda staðfestingu á netfangið:
saevara@akmennt.is

Nánari upplýsingar koma síðar í vikunni hér á heimasíðunni
Sævar Árnason
694 5518