Kæru foreldrar/forráðamenn
Nú er komið að seinni innheimtudögunum hjá okkur í handboltanum, þeir sem ekki hafa gengið frá æfingagjöldum vetrarins eru
vinsamlega beðnir um að koma við í KA heimilinu, eða hafa samband svo hægt sé að ganga frá skráningu iðkenda.
Æfingagjöldin er hægt að greiða annaðhvort með peningum eða skipta greiðslum á greiðslukort. Einnig er hægt að fylla út blað
sem sent er til greiðsluþjónustu bankanna.
Ef menn vilja millifæra þá er bankanúmerið 0162-05-63299 kt. 450902-2680 og muna þá að setja kennitölu iðkanda í
skýringu.
Athugið að við höfum ekki aðstöðu til að taka við debet kortum og biðjum við því fólk sem ætlar að greiða með peningum að vera búið að taka út á kortið áður en komið er í KA-heimilið. Þá viljum við minna á ávísunina frá Akureyrarbæ fyrir yngstu iðkendurna.
Eftirtalda daga tökum við á móti æfingagjöldum í KA heimilinu. Vinsamlega hafið samband við Sigríði gjaldkera í síma 892-2612 eða sigga@framtal.com ef þið komist ekki eða hafið einhverjar spurningar vegna æfingagjalda.
Miðvikudagur |
4. nóvember |
frá 17.00 – 18.30 |
|
Fimmtudagur |
5. nóvember |
frá 17.00 – 18.30 |
Æfingagjöld verða sem hér segir: Tímabilið október 2009-maí 2010
Árgangar 2000-2003 | kr. 18.000 verður kr. 12.000 v/Samherjastyrks | |
Árgangur 1999 | kr. 25.000 verður kr. 19.000 v/Samherjastyrks | |
Árgangur 1998 | kr. 25.000 | |
Árgangar 1992-1997 | kr. 30.000 |
Systkinaafsláttur
Greitt er fullt verð fyrir elsta barn, fyrir það næsta er greitt 60% gjald, 40% greitt fyrir þriðja barn og 20% fyrir
fleiri.
Allar deildir hafa ákveðið að nota þessa reglu í systkinaafslætti. Ef æfð er fleiri en ein grein hjá KA er
gefinn 10% afsláttur og eins ef iðkendur eiga systkini sem æfa hjá KA.
Hvað fylgir frágengum æfingagjöldum?
Boðsmiði á alla heimaleiki Akureyrar Handboltafélags í N1 deildinni, miðunum er dreift á æfingu nokkrum dögum fyrir leki.
Í ár fylgir afsláttarmiði hjá Toppmenn og Sport. Gildir sem 15% afsláttur til 10/11 2009, og er það von okkar að sem flestir
geti nýtt sér þetta. Þeir sem hafa millifært geta komið og sótt afsláttarmiðann þessa daga.
Ef einhverjir sjá sér ekki fært að greiða æfingagjöldin vegna tímabundina erfiðleika, þá viljum við endilega að viðkomandi hafi samband og ræði við okkur, farið verður með allt slíkt sem trúnaðarmál. Það á enginn að þurfa að hætta að æfa vegna þessa.
Bestu kveðjur
Unglingaráð Handknattleiksdeildar KA
Unglingaráð: | |||
Sigfús Karlsson |
Formaður | sigfus@framtal.com |
896 3277 |
Sigurður Baldursson |
Varaformaður | austurbyggd@simnet.is | 861 4043 |
Sigríður Jóhannssdóttir | Gjaldkeri | sigga@framtal.com | 892 2612 |
Sigurður Tryggvason | Ritari | siggi@frost.is | 894 4725 |
Edda Bryndís Örlygsdóttir | Meðstjórnandi | eddabryndis@internet.is | 462 1990 |
Höskuldur Stefánsson | Meðstjórnandi | sida@mmedia.is | 893 4189 |
Hannes Pétursson | Sérverkefni | hannes@fjolsmidjan.com | 892 0035 |
Þjálfarar: | ||
3. fl. kk | Jóhann Gunnar Jóhannsson | broi@vma.is |
4. fl. kk | Guðlaugur Arnarsson | brynjaoggulli@gmail.com |
5. fl. kk | Haddur Stefánsson | haddur@internet.is |
6. fl. kk | Jóhannes Bjarnason | joigb@akureyri.is |
7.-8. fl. kk | Sævar Árnason | saevara@akmennt.is |
4. fl. kvk | Stefán Guðnason | stebbigje@simnet.is |
5. fl. kvk | Sindri Kristjánsson | sindrik@gmail.com |
6. fl. kvk | Sindri Kristjánsson | sindrik@gmail.com |
7.-8. fl. kvk | Einvarður Jóhannsson | einvardur@akmennt.is |
Yfirþjálfari | Sævar Árnason | saevara@akmennt.is |