Um helgina stendur mikið til hjá 6. flokki karla og kvenna þegar leikin verður heil umferð
á Íslandsmótinu. Það eru KA og Þór sem annast þessa umferð og verður leikið á fimm völlum í KA heimilinu,
Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahöllinni.
Sérstök síða hefur verið sett upp með upplýsingum um mótið.
Smellið hér til að skoða allar upplýsingar um mót 6. flokks.
Ýmsar upplýsingar til þátttakenda:
- Gist er í Síðuskóla (sambyggt Íþróttahúsi Síðuskóla) og í Lundarskóla (innan við 5 mín. gangur
frá KA-Heimilinu)
- Skólarnir verða opnaðir kl. 16:00 á föstudeginum.
- Morgunmatur verður í matsal skólanna kl. 7:00-9:00
- Liðin þurfa skila gistirýmum eins og þau taka við þeim.
- Boltaleikir eru bannaðir í skólanum.
- Gámur fyrir rusl er við skólana og skal allt rusl losað þangað.
- Mótsgjald (9.000 kr. f. hvern keppanda) greiðist á reikning nr. 0565-14-606169 á kt. 450902-2680, áður en keppni hefst.
- Frítt er í Sundlaug Akureyrar á meðan að mótið stendur og er hún opin til kl. 21:00 á föstudag og kl. 10:00-18:30 laugar- og
sunnudag.
Fyrstu leikir byrja klukkan 17:00 á föstudaginn og síðan verður leikið á laugardag og sunnudag.
Smelltu hér til að fá leikjaskrá og öll úrslit
mótsins