Jafntefli hjá KA/Þór í dag í Kópavoginum

Ásdís var markahæst í dag
Ásdís var markahæst í dag
KA/Þór sótti stig í Kópavoginn í dag þegar stelpurnar léku gegn HK en liðin skildu jöfn, 26:26, í N1 deild kvenna í Digranesinu í dag. Ásdís Sigurðardóttir 7, Anna Valgerður Erlingsdóttir 6, Emma Sardarsdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 4, Guðrún Tryggvadóttir 3, Katrín Viðarsdóttir 2

Í liði heimamanna var það Elva Björg Arnarsdóttir sem var markahæst með 8 mörk og næst kom Elín Anna Baldursdóttir með 4 mörk. Eftir leikinn eru KA/Þór og HK jöfn að stigum með 3 stig hvort.

Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fram laugardaginn 28. nóvember.