Jens Bragi framlengir um tvö ár

Handbolti
Jens Bragi framlengir um tvö ár
Haddur og Jens handsala samninginn góđa

Jens Bragi Bergţórsson skrifađi í dag undir nýjan tveggja ára samning viđ handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabiliđ 2025-2026. Jens sem verđur 18 ára í sumar er orđinn algjör lykilmađur í meistaraflokksliđi KA og afar jákvćtt ađ hann taki áfram slaginn međ uppeldisliđinu.

Jens hefur vakiđ verđskuldađa athygli fyrir framgöngu sína á línunni en hann lék 26 leiki á nýliđnum vetri ţar sem hann gerđi 42 mörk og var skotnýting hans 74%. Jens er hluti af hinum ógnarsterka 2006 árgang í félaginu en strákarnir töpuđu ekki leik í öllum fjórđa flokki ţar sem ţeir hömpuđu öllum ţeim titlum sem í bođi voru á Íslandi áđur en ţeir urđu Partille Cup meistarar en ţar lögđu ţeir mörg af sterkustu liđum Norđurlandanna.

Áđur höfđu ţeir Dagur Árni Heimisson og Magnús Dagur Jónatansson skrifađ undir nýja samninga og ljóst ađ viđ höldum áfram ađ spila á okkar efnilegu og öflugu ungu leikmönnum. Frammistađa Jens á nýliđinni leiktíđ sýnir skýrt ađ hann á svo sannarlega framtíđina fyrir sér og verđur afar gaman ađ fylgjast međ honum áfram stíga skref fram á viđ í meistaraflokksliđi KA í efstu deild á nćstu leiktíđ.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is