Jólaæfing á laugardaginn hjá yngstu iðkendum í handbolta

Næstkomandi laugardag verður árleg jólaæfing hjá 7. og 8. flokki (1.-4. bekkur) bæði strákum og stelpum. Farið verður í leiki og jólasveinar koma í heimsókn með glaðning í poka. Æfingin hefst kl. 9:30 og vonumst við til að sjá sem flesta úr þessum árgöngum. Foreldrum og yngri systkinum er velkomið að koma og vera með.
Þjálfarar og Unglingaráð handknattleiksdeildar.