Það var mikið fjör og gaman á jólaæfingu 7. og 8. flokks á laugardaginn, farið var í margskonar leiki og ekki minnkaði stemmingin þegar tveir jólasveinar mættu á svæðið. Jólasveinarnir komu ekki bara klyfjaðir af gjöfum heldur reyndust þeir liðtækir handboltamenn og sýndu meðal annars einstaka hæfileika sem markmenn, sérstaklega þegar þeir stóðu báðir í markinu og með aðstoðarmann með sér.
Þórir Tryggvason tók urmul af myndum sem segja allt sem segja þarf um gleðina og gamanið á jólaæfingunni.