Það fylgir venjulega jólahaldinu að í bæinn koma brottfluttar handboltakempur og þá er upplagt að smala saman gömlum liðum og athuga hvort lifir enn í gömlum glæðum. Einn slíkur leikur fór fram á öðrum degi jóla þegar nokkrar kempur fæddar árið 1983 rifjuðu upp hvað Jóhannes Bjarnason kenndi þeim fyrir nokkrum árum.
Að vísu settu verður og færð strik í reikninginn þannig að ekki komust allir til leik og brugðu menn á það að ráð að kaupa nokkru yngri markvörð sem er nú búsettur í Danaveldi en dvelur þessa daga hér í bænum í jólastemmingunni.
Mótherjar ´83 liðsins að þessu sinni voru nokkrir liðsmenn 2. flokks Akureyrar. Ekki höfum við nákvæmar upplýsingar um úrslit leiksins en grunur leikur á að ´83 árgangurinn hafi sigrað með nokkurra marka mun.
Þórir Tryggvason sendi okkur þessar myndir frá atganginum.