07.09.2011
Í gær morgun lögðu drengir fæddir árið 1993 og 1994 land undir fót og héldu til Tenerife ásamt fyrrum (og núverandi)
þjálfara sínum, Einvarði Jóhannessyni. Markmið ferðarinnar eru æfingar ásamt æfingaleikjum gegn eyjaskeggjum á Tenerife.
Undirbúningur ferðarinnar var skammur en hefur ferðin verið í umræðu í um það bil eitt ár.
Ferðalagið gekk mjög vel og fékk hópurinn mikið lof fyrir góða hegðun og kurteisa framkomu.
Það er engum blöðum um það að fletta að ferðir sem þessar eru virkilega skemmtilegar og jafnvel nauðsynlegar í unglingastarfi nú til
dags og vonandi verður þessi ferð til þess að þetta verði fastur liður hjá 3. flokki karla og kvenna á næstu árum.
Frekari fréttir af ferðinni koma hérna inn þegar þær berast.