Í dag var dregið í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins hjá körlum. KA dróst á móti Olís-deildarliði Selfoss og fær fyrir vikið heimaleik. Ekki er búið að fastsetja leikdaginn en ætlast er til að leikirnir fari fram 13. eða 14. desember. Allavega er ljóst að við fáum einn heimaleik fyrir áramót.
Raunar er enn ólokið þrem viðureignum í 32-liða úrslitunum en viðureignirnar í 16-liða úrslitunum verða sem hér segir:
KA - Selfoss
Fram - ÍBV 2/Afturelding
Haukar - ÍR
Fjölnir - ÍBV
Akureyri - Grótta
Þróttur Vogum/Fjölnir - Þróttur Reykjavík
HK - FH
Valur 2/Hvíti riddarinn - Valur
Þjálfari Selfyssinga er eins og kunnugt er Patrekur Jóhannesson, fyrrum leikmaður KA liðsins og trúlega tilhlökkun hjá mörgum að heilsa upp á Patta í KA heimilinu á nýjan leik.
Ekki hefur enn verið dregið í 8-liða úrslit í Coca Cola bikar kvenna en auk KA/Þór eru þar eftirtalin lið í pottinum, Haukar, ÍR, Fram, HK, Stjarnan, ÍBV og Fjölnir.