KA - Haukar á KA-TV gegn vægu gjaldi

Handbolti
KA - Haukar á KA-TV gegn vægu gjaldi
Gulur dagur framundan (mynd: Þórir Tryggva)

KA mun í kvöld taka upp þá nýjung að rukka hóflegt gjald fyrir útsendingu KA-TV á leik KA og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Mörg félög á Íslandi hafa tekið þetta skref og hefur stjórn handknattleiksdeildar tekið þá ákvörðun að prófa fyrirkomulagið fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn er ekki sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í KA-Heimilið og styðja strákana okkar til sigurs en með sigri fer KA liðið áfram í undanúrslit Íslandsmótsins. Miðasala er í fullum gangi í Stubbsappinu sem og í afgreiðslu KA-Heimilisins.

Leikurinn er sýndur í gegnum vVenue kerfið sem hefur sannað gildi sitt í slíkum útsendingum, en Lengjudeildin notaði kerfið til að mynda fyrir sínar útsendingar árið 2021 auk þess sem ýmis íþróttafélög hér á landi hafa notað kerfið með mjög góðum árangri.

Aðgangsgjald á útsendingu kvöldsins er 1.250 kr.

Smelltu hér til að nálgast útsendinguna frá leiknum

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is