KA sækir Gróttu heim kl. 16:00

Handbolti

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í dag þegar KA sækir Gróttu heim klukkan 16:00 í Hertz höllinni. Þetta verður fyrsti leikur strákanna í akkúrat mánuð eftir síðustu Covid pásu og verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til leiks.

Um er að ræða frestaðan leik og getur KA með sigri jafnað ÍBV og Val að stigum en þau eru í 4. og 5. sæti deildarinnar með 17 stig. Grótta er hinsvegar í 10. sæti deildarinnar með 10 stig og myndi sigur fara langa leið með að tryggja þeim áframhaldandi veru í efstu deild.

Það má því búast við hörkuleik en fyrri leik liðanna í KA-Heimilinu lyktaði með jafntefli. Leikurinn hefst eins og fyrr segir klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is