Búið er að velja æfingahópa hjá U16, U18 og U20 ára landsliðum Íslands en æfingar fara fram helgina 24.-26. nóvember næstkomandi í Reykjavík. KA/Þór á sjö fulltrúa í þessum hópum.
Í U16 ára liðinu eru þær Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir
Í U18 ára liðinu eru þær Margrét Einarsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Svala Svavarsdóttir
Í U20 ára liðinu eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir.
Innilega til hamingju með þetta stelpur, þið eruð flottir fulltrúar KA/Þór!