KA/Þór mætir FH í meistaraflokki kvenna á laugardaginn

Á laugardaginn klukkan 15:00 leika KA/Þór – FH í meistaraflokki kvenna í KA heimilinu. Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni til þessa, fyrri leiknum sem var í Hafnarfirði lauk með naumum sigri FH 30-27 en seinni leikinn hér á Akureyri  sigraði FH 30-39.


Það er ekki langt á milli liðanna í deildinni, KA/Þór hefur verið á góðu skriði síðustu leiki þannig að með góðum stuðningi eiga stelpurnar fínan möguleika á að taka stigin sem eru í boði.