KA/Þór og Ekill framlengja samstarfið

Handbolti

Ekill hefur gert nýjan samstarfssamning við kvennaráð KA/Þórs og verður því áfram lykilbakhjarl í uppbyggingu kvennaliðs okkar í handboltanum. Samstarf handboltans við Ekil hefur gengið afar vel undanfarin ár og kom Ekil meðal annars að því að heiðra Patrek Jóhannesson inn í goðsagnarhöll félagsins.

"Við erum afskaplega glöð að halda áfram samstarfi okkar með Ekli. Ekill er mjög framsýnt fyrirtæki sem hefur sýnt fram á skemmtilega nýsköpun síðustu ár. Við erum stolt af því að hafa jafn framsækið fyrirtæki á búningum okkar og hlökkum til að sjá hvað þetta samstarf leiðir af sér", sagði Stefán Guðnason stjórnarmaður í KA/Þór

Snjólaug Svala framkvæmdastýra sagði að Ekill vilji stuðla að öflugu íþróttastarfi í bænum. Það væri afar mikilvægt að stuðla að vexti í kvennaboltanum fyrir komandi kynslóðir á Akureyri og að KA/Þór haldi áfram því metnaðarfulla starfi sem haldið er þar úti.

"KA/Þór hefur verið að ganga í gegnum miklar breytingar núna og á síðustu árum, það er því sönn ánægja að leggja sín lóð á vogaskálarnar til að sjá KA/Þór í fremstu röð á næstu árum."


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is