31.10.2010
Stelpurnar í 3. flokk spiluðu sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu nú í dag. Stelpurnar hafa æft af krafti síðan í byrjun
ágúst og því nokkuð merkilegt að fyrsti leikurinn sé ekki fyrr en 31. október en það þýðir lítið að
röfla yfir því að svo stöddu.
Stelpurnar byrjuðu leikinn ágætlega og opnuðu vörn Fylkis nokkuð auðveldlega fyrstu sóknirnar en inn vildi boltinn ekki þrátt fyrir
sannkölluð dauðafæri. Það virtist draga allan kjark úr leikmönnum KA/Þórs og fyrir vikið gengu Fylkis stelpur á lagið. Tóku
öll völd á vellinum og héldu þeim fram á síðustu mínútu.
Enginn leikmaður KA/Þórs lék af eðlilegri getu í leiknum ef frá er talin Kolbrún Gígja Einarsdóttir sem dróg heldur þungan
vagn sóknarlega allan leikinn. Stelpurnar voru kraftlausar og allt of hræddar við andstæðinginn og því fór sem fór.
Það er hægt að skýla sér bakvið þá staðreynd að í liðið vantaði sterka leikmenn auk þess sem þetta var fyrsti
leikur KA/Þórs á meðan þetta var 7. leikur Fylkis en miðað við hvernig leikurinn spilaðist telst það engan veginn fullnægjandi
afsökun.
Liðið hefur nú viku til að koma hausnum á sér í rétt stand en næsti leikur stelpnanna er gegn Fram hér heima á sunnudaginn. Fram
hefur á að skipa nokkuð sterku liði en það hefur KA/þór líka þegar þær spila af eðlilegri getu.