Í síðari hálfleik náði Stjarnan fljótt 4-5 marka forskoti sem þær héldu til leiksloka án þess að KA/Þór
næði að ógna þeim verulega og urðu lokatölur 35-40. Eins og tölurnar bera með sér var lítið um vörn og markvörslu
í leiknum. Lið KA/Þórs lék sóknarleikinn á köflum ágætlega en gerði heldur mikið af mistökum inn á
milli. Í liði Stjörnunnar eru margar gamalreyndar handboltakonur og gekk KA/Þór ekkert að stöðva besta mann vallarins Nínu K.
Björnsdóttur sem skoraði 14 mörk í leiknum.
Mörk KA/Þórs í leiknum skoruðu: Martha Hermannsdóttir 8, Erla Tryggvadóttir og Kolbrún Einarsdóttir 6, Ásdís Sigurðardóttir og Emma Sardarsdóttir 4, Arndís Heimisdóttir, Inga Dís Sigurðardóttir, Steinþóra Heimisdóttir 2 og Kolbrá Ingólfsdóttir 1.