KA sækir Stjörnuna U heim í Grill 66 deild karla í handbolta í dag, reyndar fer leikurinn fram í Digranesi og hefst klukkan 15:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja liðið til sigurs enda mikilvæg 2 stig í húfi.
Leikurinn verður ekki sýndur!
KA-TV ætlaði að sýna leikinn beint en því miður þá reynist ekki vera hægt að fá netsamband í Digranesinu og fyrir vikið verður ekkert af fyrirhugaðri útsendingu hjá okkur!
Þrír aðrir útileikir í dag og á morgun
Það er rétt að minna á að í dag fer KA/Þór í Hafnarfjörðinn og sækir FH heim í Grill 66 deild kvenna. Leikur þeirra hefst klukkan 16:00 í Kaplakrika.
Klukkan 18:00 á Ungmennalið KA einnig útileik í 2. deild karla en strákarnir mæta Ungmennaliði ÍR. Sá leikur fer fram í Austurbergi.
Strákarnir leika einnig klukkan 14:00 á morgun, sunnudag en þá mæta þeir Ungmennaliði Víkinga á heimavelli þeirra, Víkinni.