KA vann frábćran útisigur á HK

Handbolti
KA vann frábćran útisigur á HK
2 stig í hús hjá ţessum mögnuđu köppum!

KA sótti HK heim í 5. umferđ Olís deildar karla í gćr og má međ sanni segja ađ mikiđ hafi veriđ undir í leiknum. Fyrir leikinn var KA međ 2 stig en nýliđarnir í HK voru án stiga og freistuđu ţess ađ jafna okkar liđ ađ stigum á sama tíma og strákarnir okkar ćtluđu sér ađ stinga heimamenn af.

Leikurinn fór vel af stađ og komust strákarnir snemma í 0-3 og hélst munurinn á liđunum í tveimur til ţremur mörkum nćstu mínútur. Síđari hluta fyrri hálfleiks náđu strákarnir mest fimm marka forskoti og höfđu ansi gott tak á leiknum. Hálfleikstölur voru 12-16 en sóknarleikur KA liđsins hafđi gengiđ mjög vel auk ţess sem ađ varnarleikurinn var lengst af góđur.

Í upphafi síđari hálfleiks var munurinn orđinn sex mörk og hann hélst nćstu mínutur, allt benti ţví til sannfćrandi sigurs KA. Ţá fékk Elías Már Halldórsson ţjálfari HK rautt spjald fyrir kjaft og stuttu síđar fékk Kristján Ottí Hjálmarsson beint rautt fyrir brot á Allan Norđberg. Í kjölfariđ varđ hálfgert stjórnleysi á vellinum og heimamenn nýttu sér ţađ.

HK minnkađi muninn niđur í tvö mörk í stöđunni 22-24, 23-25 og 24-26. Heimamenn fengu úrvalstćkifćri á ađ minnka muninn niđur í eitt mark er skot ţeirra yfir allan völlinn endađi í stönginni og í kjölfariđ kláruđu okkar menn leikinn vel 24-28.

Tvö gríđarlega mikilvćg stig í hús, KA liđiđ kemur sér vel inn í baráttuna í deildinni og er komiđ međ fjögur stig auk ţess sem ađ strákarnir skildu liđ HK eftir á botninum án stiga. Í fyrra tapađi KA liđiđ báđum leikjum sínum gegn Gróttu sem var slakasta liđ deildarinnar og ţađ kostađi liđiđ sćti í úrslitakeppninni í lok tímabils.

Nú hafa strákarnir unniđ tvo góđa útisigra gegn báđum nýliđum deildarinnar og allt útlit fyrir ađ liđiđ sé búiđ ađ ţroskast mikiđ og lćra á ţá leiki ţar sem ţeir eru taldir betri ađilinn.

Tarik Kasumovic fór hamförum í sóknarleik KA liđsins, hann endađi međ 8 mörk og var valinn mađur leiksins. Áki Egilsnes var öflugur ađ vanda og gerđi 6 mörk, Dagur Gautason 4, Andri Snćr Stefánsson og Einar Birgir Stefánsson 3, Patrekur Stefánsson 2 og ţeir Allan Norđberg og Daníel Matthíasson gerđu 1 mark hvor.

Í markinu varđi Jovan Kukobat 11 skot og Svavar Ingi Sigmundsson varđi 1 vítakast.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is