Í kvöld var dregið í bikarkeppni karla sem rétt eins og í fyrra er kennd við Eimskip. Dregið var í "beinni" útsendingu í
sjónvarpinu eins og það var kallað. 31 lið er skráð til keppni sem þýðir að í fyrstu umferð verða leiknir 15 leikir en eitt
lið, Haukar sem ríkjandi Íslandsmeistarar sitja hjá í þeirri umferð.
Það vakti nokkra athygli að lið KA var dregið upp úr Eimskipsgámnum og fékk útileik gegn FH 2. Hið rétta í
málinu að þarna gerðu HSÍ menn smávægileg mistök því liðið var skráð til keppni undir nafninu Akureyri 2
en það mun vera skipað ýmsum hetjum og má þar nefna t.d. markverðina Stefán Guðnason og Atla Ragnarsson, en væntanlega verður
fljótlega upplýst um aðra liðsmenn.