KA lið í Eimskipsbikarnum - miskilningur hjá HSÍ

Í kvöld var dregið í bikarkeppni karla sem rétt eins og í fyrra er kennd við Eimskip. Dregið var í "beinni" útsendingu í sjónvarpinu eins og það var kallað. 31 lið er skráð til keppni sem þýðir að í fyrstu umferð verða leiknir 15 leikir en eitt lið, Haukar sem ríkjandi Íslandsmeistarar sitja hjá í þeirri umferð.
Það vakti nokkra athygli að lið KA var dregið upp úr Eimskipsgámnum og fékk útileik gegn FH 2. Hið rétta í málinu að þarna gerðu HSÍ menn smávægileg mistök því liðið var skráð til keppni undir nafninu Akureyri 2 en það mun vera skipað ýmsum hetjum og má þar nefna t.d. markverðina Stefán Guðnason og Atla Ragnarsson, en væntanlega verður fljótlega upplýst um aðra liðsmenn.

Aðallið Akureyrar fékk hins vegar útileik gegn nýstofnuðu handknattleiksliði Reykjanesbæjar og fara allir leikirnir fram helgina 5.-6. október. Þá kom í ljós að nágrannar okkar á Siglufirði senda lið í bikarinn og fá þeir Aftureldingu 2 í heimsókn. Annars er fyrsta umferðin sem hér segir, heimaliðið alltaf nefnt á undan.

Haukar U - Grótta 2
ÍR - Afturelding
Stjarnan 3 - Fjölnir
Valur - HK
Fram 2 - Þróttur
Víkingur 2 - FH
Stjarnan - Víkingur
ÍBV - Fram
KS (Siglufjörður) - Afturelding 2
Stjarnan 2 - Valur 2
Selfoss 2 - HK 2
Haukar 2 - Selfoss
FH 2 - Akureyri 2
HKR (Reykjanesbær) - Akureyri
Afturelding 3 - Grótta

Íslandsmeistarar Hauka sitja hjá eins og áður segir.