Í gær, fimmtudag, var haldin sérstök æfing fyrir stóra handboltamenn á Íslandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um það
að undanförnu hve brýn nauðsyn sé á slíkum mönnum í íslenskan handbolta í framtíðinni. KA menn hafa stóra leikmenn
líkt og önnur lið og vildu að sjálfsögðu senda sína leikmenn á þessa æfingu.
Tímasetningin á æfingunni er hins vegar athyglisverð, eða á virkum degi. Það segir sig sjálft að fyrir drengi á Akureyri sem eru
í skóla og fleira er mjög erfitt að fara á æfingu á höfuðborgarsvæðinu á virkum degi.
Okkar menn létu það þó ekki á sig fá og héldu þrír einstaklingar suður í gær á æfinguna, þeir
Ásgeir Jóhann Kristinsson og Guðmundur Hólmar Helgason (leikmenn 4. flokks karla) og þjálfari þeirra Stefán Árnason. Þeir einfaldlega
létu ekkert stoppa sig og með hjálp nokkurra aðila varð þessi ferð að veruleika og kunna okkar menn þeim bestu þakkir fyrir.
Þrátt fyrir að hafa þurft að fá frí í skóla og vinnu og koma seint heim um nóttina voru drengirnir og þjálfari þeirra
voru ánægðir með ferðina. Þeim fannst gaman og áhugavert að kynnast Boris Asbechev og voru vissir um að æfingin og ferðin myndi nýtast
þeim vel.
Halda á þessum æfingum áfram fyrir stóra leikmenn sem er frábært framtak hjá HSÍ. Það er hins vegar minna gleðiefni fyrir
okkur Akureyringa að æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum sem gerir það að verkum að KA-mennirnir munu ekki geta farið á
fleiri æfingar sem er miður.