KA/Þór endaði í öðru sæti 2. deildar

KA/Þór lék sinn síðasta leik á tímabilinu á laugardag gegn Víkingi.  Þetta var lokaleikur í úrslitakeppni 2.deildar.

Víkingar sigruðu í leiknum 26-25 eftir að staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Víking.  Markahæstar í liði KA/Þórs voru Arna Erlingsdóttir með 8 mörk og Emma Sardarsdóttir með 6 mörk.

Nú taka við þrek og kraftæfingar hjá stelpunum fram að sumarfríi í júní.

Stefnan er svo sett á að æfingar hefjist um miðjan júlí og að æfa af krafti til að taka þátt í efstu deild á næsta vetri.