Það verður sannkallaður stórleikur í N1-deild karla á sunnudaginn þegar Akureyri fær HK í heimsókn. KEA hefur ákveðið
að bjóða öllum á leikinn og því ástæða til að hvetja alla til að mæta á leikinn sem hefst klukkan 15:00 í KA
heimilinu. Það ber jafnframt til tíðinda að sjónvarpið verður með beina útsendingu frá leiknum og því mikilvægt að
Akureyringar sýni þjóðinni raunverulega heimaleikjastemmingu eins og hún getur best verið.
Liðin mættust síðast í Kópavogi og sá leikur endaði með jafntefli eftir mikinn darraðardans á lokasekúndunum.
Ekki var spennan minni þegar liðin mættust hér á Akureyri í nóvember en þá fór HK með eins marks sigur eftir að Akureyri
átti skot í stöng og út á lokasekúndu leiksins.
KEA hefur ákveðið að bjóða öllum sem vilja á leikinn þannig að ekkert ætti að vera að vanbúnaði að drífa sig
á staðinn og sjá alvöru handbolta.
Svo sakar ekki að nefna að kynþokkafyllsta hægri skytta handboltans verður að sjálfsögðu á staðnum og leikur allar sínar bestu
listir.