Keppnisferð 6. flokks karla helgina 23.-25.janúar

Brottför föstudaginn 23. janúar frá KA heimili kl. 15.30
Nauðsynlegur útbúnaður: Svefnpoki/sæng, dýna, KA stuttbuxur, íþróttaskór,handklæði, föt til skiptanna.Rík áhersla er lögð á að drengirnir séu vel nestaðir en töluverður misbrestur var á því í fyrstu ferð vetrarins.
Mótið hefst á föstudag en við munum ekki hefja leik fyrr en á laugardagsmorgun. Fjórir fararstjórar munu fara með hópnum.

Drengirnir fá morgunverð og eina heita máltíð á laugardag og sunnudag. Þeir munu jafnframt fá hressingu á föstudagskvöldið fyrir svefninn.
Styrkurinn frá Samherja hf. mun greiða niður kostnað svo um munar og munu drengirnir eingöngu greiða fæðiskostnað auk dagpeninga.

Keppnin fer fram í Digranesi í Kópavogi, auk þess sem spilað er í Kársnesskóla.
Verð ferðarinnar er kr 2.500 sem greiðist annað hvort á fimmtudagsæfingunni eða fyrir brottför á föstudag.
Drengirnir fá miða á mánudag með síðustu ítarupplýsingum um ferðina í heild sinni.

Með kveðju,
Jóhannes Bjarnason