Rétt í þessu var verið að velja Kolbrúnu Gígju í u-17 ára landslið kvenna. Hún hefur
verið að æfa með þeim en nú er búið að velja hana í lokahópinn.
Fyrirliggjandi verkefni landsliðsins er keppni í forkeppni EM dagana 6-8 mars.
Kolbrún hefur farið mikinn í 4. flokk í vetur ásamt því hafa spilað nokkra leiki með unglinga og meistaraflokk og staðið sig þar með sóma.
Við sendum Kolbrúnu til hamingju með þessa viðurkenningu og óskum henni áframhaldandi velfarnaðar í boltanum.