Kvennahandboltinn er kominn af stað

Æfingar eru hafnar hjá meistara- og unglingaflokki KA/Þórs í handbolta.  Næstu æfingar eru í kvöld þriðjudag kl.18:30 í KA heimili og á morgun miðvikudag kl.18:30 í KA-Heimilinu.

Þjálfari hefur verið ráðinn Stefán Guðnason og honum til aðstoðar verða Jóhannes Bjarnason og Erlingur Kristjánsson.

Stjórn handknattleiksdeildar hefur ákveðið að gera átak í að minnka brottfall unglingsstúlkna úr handboltanum og því verður ekki innheimt æfingagjald í vetur hvorki fyrir æfingar í KA heimili eða fyrir æfingar í Átaki heilsurækt sem verða í gangi í allan vetur.

Allar stúlkur sem áhuga hafa á því að æfa handbolta í vetur eru hvattar til að mæta til leiks.  Upplýsingar fást hjá Erlingi Kristjánssyni eða í KA heimilinu.