Næsti leikur meistaraflokks KA/Þór er á útileikur gegn HK og fer hann fram í Digranesi klukkan 14:00 á laugardaginn. KA/Þór gerði góða ferð suður um síðustu helgi þegar þær sigruðu Víkinga og náðu þar með í tvö góð stig. Nú ætla stelpurnar að fylgja þeim árangri eftir, vissulega má reikna með erfiðari leik en KA/Þór liðið hefur verið mjög vaxandi í síðustu leikjum. Tveir sigurleikir í röð gefa þeim góðan byr í seglin.
Við hvetjum alla stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu til að mæta og leggjast á árarnar með stelpunum.
Strax að leik loknum á laugardaginn mun 3. flokkur kvenna mæta jafnöldrum sínum úr HK en sá leikur verður í nýja íþróttahúsi þeirra HK manna sem kallast Fagrilundur.