Kvennalið KA/Þórs heldur suður yfir heiðar um næstu helgi og leikur tvo leiki í 2. deild Íslandsmótsins. Fyrri leikurinn er í Víkinni
þar sem leikið verður gegn heimamönnum Víkingum á laugardaginn kl. 17:00. Á sunnudaginn verður leikið við Fjölni og hefst sá leikur kl.
11:00 í íþróttamiðstöðinni Grafarvogi.
Allir stuðningsmenn liðsins á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta og styðja stelpurnar.
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HSÍ hafa bæði Víkingur og Fjölnir þegar leikið tvo leiki í deildinni. Víkingur
sigraði ÍR naumlega 23-22 og síðan unnu Víkingar stórsigur á Fjölni 14-29. Fjölnisstúlkur sigruðu hins vegar Stjörnuna
25-22.
Þetta verða fyrstu alvöruleikir KA/Þór stelpnanna á þessu tímabili og sendum við þeim baráttukveðjur, við förum í
alla leiki til að sigra.