Kynningarkvöld handboltans á föstudaginn

Handboltaveislan er að hefjast gott fólk og verður kynningarkvöld KA og KA/Þórs á föstudaginn í KA-Heimilinu. Léttar veitingar verða í boði og er þetta frábær leið til að kynnast liðunum okkar fyrir átök vetrarins.

17:30 - Síðasta kortérið á æfingu opið hjá Andra Snæ og meistaraflokki karla
17:45 - Andri Snær Stefánsson kynnir strákana og nýja leikmenn sérstaklega í fundarsalnum
18:00 - Jón Heiðar Sigurðsson kynnir starf karladeildarinnar
18:15 - Stefán Guðnason kynnir starf KA/Þórs
18:45 - Síðasta kortérið opið hjá Jonna og meistaraflokki kvenna
19:00 - Jónatan Magnússon kynnir kvennalið KA/Þórs í fundarsalnum

Komdu þér í gírinn fyrir spennandi handboltavetur hjá okkar liðum, hlökkum til að sjá ykkur!