22.03.2010
Nýverið var valið í yngri landslið karla og kvenna og á KA þó nokkra leikmenn í þessum landsliðum.
Í U-16 karla voru þeir Daníel Matthíasson, Finnur Heimisson og Kristján Már Sigurbjörnsson valdir frá KA. Strákarnir eru lykilmenn í
sínu liði ásamt því að hafa verið að spila upp fyrir sig í 3. flokki karla.
Í U-16 kvenna var Laufey Lára Höskuldsdóttir valin en hún hefur spilað stórt hlutverk bæði í sínum flokki sem og í B
liði 3. flokks kvenna.
Í U-18 kvenna voru valdar Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Sunnefa Nílsdóttir sem hafa verið að spila með meistaraflokki í vetur ásamt
því að spila stórt hlutverk í sínum flokki, 3. flokki kvenna.
Ekki er búið að tilkynna landsliðshóp U-18 ára karla en má fastlega búast við því að nokkrir leikmenn KA séu í
þeim hóp, enda gríðarlega sterkur flokkur þar á ferð.
Að lokum má benda á að Arna Valgerður Erlingsdóttir, leikmaður 3.
flokks kvenna og meistaraflokks var valin í A-landslið kvenna sem spilar tvo æfingaleiki í páskafríinu. Arna hefur verið að spila virkilega vel upp
á síðkastið og er hún vel að þessu tækifæri komin.
Við óskum leikmönnum innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis.