Landsliðsúrtak 1992: Fjórir frá KA

Fjórir leikmenn 4. flokks KA voru í dag valdir í úrtakshóp fyrir landslið Íslands í handbolta fyrir leikmenn fædda 1992 og síðar. Leikmennirnir eru þeir Gunnar Bjarki Ólafsson (markvörður), Ásgeir Jóhann Kristinsson (skytta), Guðmundur Hólmar Helgason (miðjumaður) og Sigþór Árni Heimisson (horna- og miðjumaður). Gunnar, Ásgeir og Guðmundur eru allir fæddir árið 1992 og Sigþór árið 1993.

 
Gunnar                                          Guðmundur
 
Ásgeir                                           Sigþór

Strákarnir hafa allir verið að leika mjög vel í vetur og mjög vel að þessari viðurkenningu komnir. Æfingar hjá þessu liði fara fram helgina eftir viku og vonandi munu þeir halda áfram þar líkt og þeir hafa verið að gera í vetur. Við óskum þeim innilega til hamingju með valið.