Leikir hjá 3. fl. karla um helgina

Á laugardaginn kl: 19.00 spila KA1 - FH1 í KA heimilinu. Þessi lið eru á sömu slóðum í deildinni og því ætti að verða hörkuleikur þar.
Á sunnudag spila síðan KA2 - FH2 kl:11.00 í KA heimilinu. KA liðið hefur átt erfitt uppdráttar en voru farnir að bæta sig verulega í síðustu leikjum fyrir jól, vonumst við til að sú framþróun haldi áfram.

Ég vil því hvetja alla til að koma og hvetja þessa stráka.
Jóhann Gunnar Jóhannsson