Leikir um helgina í kvennaboltanum

Tveir leikir fara fram um helgina hjá KA/Þór í Meistaraflokki og 3. flokki kvenna.  Á laugardag kl.14:00 leikur meistaraflokkur við Þrótt.  KA/Þór er í 2. sæti í deildinni því er mikilvægt að vinna alla leiki sem eftir eru. 

Á sunnudag kl. 13:30 leikur 3. flokkur kvenna við HK í KA heimilinu.  3.flokkur er í toppbaráttunni í efstu deild og er sigur gegn liðum sem eru neðar í deildinni nauðsynlegir.

Fólk er hvatt til að koma og sjá skemmtilegan kvennahandbolta í KA heimilinu um helgina.